Þín vegferð að betri heilsu
Sérsniðin fjar- og næringarþjálfun sem skilar raunverulegum árangri. Við fylgjum þér alla leið.
Okkar aðferð: einföld skref, raunverulegur árangur
Við höfum einfaldað ferlið svo þú getir einbeitt þér að því sem skiptir máli.
1. Skráning & upphaflegur netfundur
Skráir þig í þjálfun og við byrjum á að taka netfund þar sem við förum yfir stöðuna, kynnumst þér aðeins betur og útskýrum hvernig allt ferlið virkar.
2. Spurningalistinn
Við kynnumst þér enn betur. Þú svarar ítarlegum spurningum um þinn lífsstíl, matarvenjur, æfingar og markmið til að við getum hannað fullkomið plan fyrir þig.
3. Sérsniðin áætlun & stuðningur
Byggt á þínum svörum búum við til matar- og æfingaplan sem er 100% sérsniðið að þér. Allt er aðgengilegt í einföldu appi og við erum með þér alla leið.
4. Fylgni & endurskoðun
Þú skilar vikulega inn check-in þar sem við tökum stöðuna, förum yfir hvernig gengur og breytum og bætaum það sem þarf hverju sinni.Tökum svo annan netfund eftir 6 vikur til að fara yfir stöðuna, endurskoða markmið ef þarf og gera breytingar á planinu til að tryggja besta mögulega árangur.
Hver erum við
Simple Success byggir á sameinuðum grunni þekkingar, reynslu og krafta okkar tveggja.
Kjartan
Styrktarþjálfari & íþróttakennari
Kjartan er menntaður íþróttakennari og bráðatæknir. Hann hefur mikla reynslu af styrktarþjálfun, bæði búinn að þjálfa almenning og íþróttamenn.
Kjartan hefur verið t.d. styrktarþjálfari hjá knattspyrnuliði Stjörnunnar, Val og Breiðabik. Sjálfur æfði hann körfubolta og frjálsar á yngri árum og hefur því mikla reynslu af því að vera þjálfari og iðkandi.
Tinna
Hjúkrunarfræðingur
Tinna er menntaður hjúkrunarfræðingur, sjúkraliði og sjúkraflutningamaður. Hún er einnig að taka L1 næringarþjálfun hjá Precision Nutrition.
Tinna hefur mikla reynslu af því að telja macros og gerði það í nokkur ár undir leiðsögn þjálfara og svo sjálf. Hún æfði handbolta í um 20 ár og hefur einnig komið að þjálfun þar.
Umsagnir
Hvað segja viðskiptavinir okkar um árangurinn sinn.
„Ferlið hefur verið bæði krefjandi og gefandi. Það sem stendur upp úr fyrir mig er hversu einfalt og agað mataræðið er - ekki hungur eða þjáningar. Þjálfararnir eru alltaf til staðar og svara öllum spurningum. Simple Success býður upp á einfalt ferli með skýrum leiðbeiningum."
„Get með sanni sagt að ég er svo ánægður að hafa látið slag standa því þetta er svo allt annað en það sem maður var búinn að reyna sjálfur svo oft. Svona einfalt hélt ég ekki að þetta gæti verið. Eftirfylgnin og hvatningin eru upp á 10."
„Ég er að fá þrek og orku aftur sem ég hélt að ég myndi aldrei fá til baka. Kjartan er svo hvetjandi og skilningsríkur, og það er aldrei neitt vesen að breyta einhverju ef þess þarf. Simple Success hefur bætt lífsgæðin mín til muna."
„Eftir 4 vikur er þetta einfalt og auðvelt! Vellíðan, aukin orka, betra útlit og stór bætt andleg líðan. Það hentar mér frábærlega að fara eftir fyrirmælum og fá plan fyrir hvern dag. Ég mæli 100% með Simple Success."
Veldu þína þjálfun
Tvær leiðir í boði, sama markmið: þinn árangur
Næringarþjálfun
Uppskriftir, fræðsluefni, vikulegt check-in, app sem heldur utan um allt, aðgangur að þjálfar 24/7 og venjur.
Fjarþjálfun
Sérsniðið matarplan, uppskriftir, fræðsluefni, vikulegt check-in, app sem heldur utan um allt, aðgangur að þjálfar 24/7 og venjur.
Árangurinn
Myndir frá okkar fólki sem sýna raunverulegan árangur.
Tíminn er núna - Byrjaðu þína vegferð
Árangur er ekki tilviljun, hann kemur með skipulagi, aga og stöðugleika. Þeir sem ná markmiðunum sínum hafa áætlun sem þeir fylgja, þrátt fyrir hindranir. Ert þú tilbúin/n að taka ábyrgð á eigin heilsu?
Algengar spurningar
Get ég ekki keypt einn stakan mánuð til að prófa?
Nei því miður, breytingar á venjum taka tíma og það tekur tíma að byggja upp þennan grunn sem þarf til að ná árangri. Við teljum okkur geta náð góðum árangri með þér á þremur mánuðum.
Get ég sagt upp áskriftinni hvenær sem er?
Það eru allir skuldbundnir til að taka 3 mánuði í upphafi, þar sem við vitum að það tekur tíma að aðlagast breyttum venjum og ná árangri. Eftir það getur þú keypt stakan mánuð, þrjá, sex eða tólf mánuði og ert skuldbundin við þá áskrift sem þú velur. Ef þú nærð engum árangri og við erum ekki að tengja saman - þá að sjálfsögðu skoðum við hvað við getum gert í því.
Hvað er innifalið í áskriftinni?
- • Matarplan
- • Lyftingar/æfingaplan sem byggir á þínum markmiðum og getu
- • Breytingar á daglegum venjum sem styðja við langtíma árangur
- • Vikulegt check-in, stuðnignur og aðhald
- • App með öllum æfingum, leiðbeiningum og upplýsingum
- • Aðgangur að þjálfara alla daga vikunnar
Hvað er check-in?
Check-in er vikulegt stöðumat, þar sem þú skilar inn myndum, mælingum og ég fer yfir vikuna með þér, hvernig þér gekk að fylgja æfingaplani, matarplani og venjum. Förum yfir árangur vikunnar og skoðum hvort það þurfi að gera einhverjar breytingar.
Þarf ég að æfa alla daga vikunnar til að ná árangri?
Nei alls ekki. Við sérsníðum æfingaplan eftir þínum markmiðum sem passar inni í þitt líf. Það þarf enginn að mæta í líkamsrækt daglega til að ná árangri.
Ég er með fæðuofnæmi, get ég samt skráð mig í þjálfun?
Já að sjálfsögðu, við tökum gott spjall í upphafi og við setjum upp matarplan með þitt fæðuofnæmi í huga.
Get ég skráð mig í þjálfun þó ég búi erlendis?
Já það er hægt að vera í þjálfun hvar sem er í heiminum. Þjálfunin fer að mestu leyti fram í gegnum netið.
Ef ég skrái mig í dag, hvenær get ég byrjað?
Eftir að þú hefur skráð þig í þjálfun hjá okkur, þá ferðu í gegnum ákveðið ferli þar sem þú meðal annars svarar spurningarlista, við setjum markmið fyrir næstu þrjá mánuði og svo færðu matar- og æfingaplan innan þriggja sólarhringa.
Hafa samband
Viltu bóka Zoom fund eða senda okkur fyrirspurn?
Bóka Zoom fund eða senda fyrirspurn
Kaupa þjálfun
Spurningar?
Skoðaðu svörin okkar við algengum spurningum.