Skilmálar og Notkunarskilyrði
Simple Success
1. Almenn ákvæði
Vinsamlegast kynntu þér eftirfarandi skilmála til að tryggja að góð samskipti, ánægjuleg viðskipti og fyrirbyggja allan misskilning sem kann að verða til í viðskiptum. Simple Success býður upp á fjarþjálfun, næringarþjálfun og fræðsluefni. Með kaupum á þjónustu eða vörum hjá Simple Success samþykkir kaupandi þessa skilmála og skuldbindur sig til að fylgja þeim.
2. Réttur til að hætta við kaup
Simple Success áskilur sér rétt til að hætta við kaup t.d. vegna rangra verð upplýsinga eða ef þjónusta/vörutegund er ekki lengur í boði. Einnig er heimilt að breyta verðum eða hætta að bjóða upp á tilteknar vörur eða þjónustu án fyrirvara.
3. Einstaklingsaðgangur
Aðgangur að æfingaráætlun, matarplani, fræðslu eða öðru efni er persónulegur. Óheimilt er að deila efni eða aðgangi með öðrum nema með skriflegu leyfi Simple Success.
4. Verð og áskrift
- • Þjónusta Simple Success er greidd samkvæmt gildandi verðskrá hverju sinni og er birt á heimasíðunni.
- • Samningar eru með binditíma sem tilgreindur er við skráningu (t.d. 3 eða 6 mánuðir). Binditími framlengist ekki sjálfkrafa nema annað sé tekið fram.
- • Greiðslur eru gerðar fyrirfram. Sé greiðsla ekki innt af hendi innan 14 dögum frá gjalddaga getur aðgangur að þjónustu verið lokaður.
- • Notandi ber ábyrgð á að réttar greiðsluupplýsingar séu veittar við skráningu. Sé greiðslur ekki greiddar fara kröfur í innheimtu samkvæmt reglum.
5. Endurgreiðslur
Greiðslur fyrir þjálfun eru ekki endurgreiddar eftir að kaup hafa átt sér stað, þar sem um fyrirframgreidda þjónustu er að ræða. Undantekning getur verið ef um tvígreiðslur er að ræða eða skyndilega getur viðkomandi ekki tekið þátt í þjálfuninni og þá þarf að framvísa læknisvottorði.
6. Efni og höfundarréttur
Allt efni sem Simple Success býður upp á, þar á meðal æfingaplön, matarplön, uppskriftir, fræðsla og önnur gögn, er í eigu Simple Success. Óheimilt er að afrita, dreifa eða deila efninu með þriðja aðila nema með skriflegu leyfi.
8. Ábyrgð
Kaupandi ber ábyrgð á eigin árangri og heilsu við nýtingu þjónustu Simple Success. Þjónustan er fyrst og fremst leiðbeiningar, en ábyrgðin á framkvæmd og niðurstöðum hvílir alfarið á kaupanda. Ef kaupandi er með heilsufarsvandamál er hann hvattur til að ráðfæra sig við lækni áður en þjónusta er nýtt.
9. Trúnaður og persónuvernd
Simple Success heitir fullum trúnaði um allar upplýsingar sem kaupandi gefur upp. Persónuupplýsingar eru einungis notaðar til að veita sem besta þjónustu og eru ekki afhentar þriðja aðila. Öllum upplýsingum um viðkomandi er eytt þegar samstarfi lýkur.
10. Breytingar á skilmálum
Simple Success áskilur sér rétt til að breyta skilmálum sínum. Breytingar taka gildi þegar þær hafa verið birtar á heimasíðu fyrirtækisins.
11. Varnarþing
Ákvæði þessa skilmála skal túlka í samræmi við íslensk lög. Komi til ágreinings verður honum vísað til úrlausnar hjá íslenskum dómstólum. Ef spurningar vakna hafið samband við info@simplesuccess.is